Heild­sal­an Ozon er fyrsta fyr­ir­tækið hér­lend­is til að hefja inn­flutn­ing á snyrti­vör­um sem inni­halda virka efnið CBD, sem unnið er úr hampi. Fram­kvæmd­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins seg­ist vona að inn­flutn­ing­ur á fæðubóta­efn­um sem inni­halda CBD verði gerður lög­leg­ur.

Sig­urður Hólm­ar Jó­hann­es­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Ozon, seg­ist í sam­tali við mbl.is hafa kynnst CBD árið 2017, en dótt­ir hans er með sjald­gæf­an tauga­sjúk­dóm.

„Þá erum við að nota fæðubóta­efni, olíu sem hún tek­ur inn og þá kynnt­umst við hamp­in­um fyr­ir al­vöru og sáum hvað þetta hef­ur gríðarlega flott áhrif á fólk. Upp­frá því hef­ur okk­ar langað til að kynna þetta fyr­ir al­menn­ingi og við höf­um tekið eft­ir gríðarleg­um áhuga hjá fólki. Síðan þá höf­um við bar­ist fyr­ir því ásamt fleiru góðu fólki að fá þetta lög­legt,“ seg­ir Sig­urður.

Sig­urður ræddi við Skessu­horn í nóv­em­ber um sölu snyrti­var­anna og sagði þá nán­ar frá eig­in­leik­um CBD. Hann seg­ir fjöl­skyld­una hafa prófað ótelj­andi lyf fyr­ir dótt­ur sína sem virkuðu ekki, en upp­götvað síðan hvaða áhrif CBD geti haft þegar þau kynnt­ust því.

Ekk­ert THC í vör­un­um

„Við byrjuðum fyrr á ár­inu að selja hampte og hrá­hamp og ým­is­legt annað sem mátti þá. Svo minn­ir mig að það hafi verið í októ­ber sem að Um­hverf­is­stofn­un tók þessa ákvörðun að leyfa snyrti­vör­urn­ar og þá tók­um við þessa ákvörðun að flytja þær inn. Það eru svo fleiri vör­ur á leiðinni sem við erum að prófa núna. Sal­an geng­ur mjög vel og það er mik­ill áhugi. Fólk er svona að kynn­ast þessu, við erum bara spennt að halda áfram,“ seg­ir Sig­urður.

„Snyrti­vör­ur falla und­ir um­hverf­is­ráðuneytið og Um­hverfi­stofn­un tók þá ákvörðun að leyfa CBD, svo lengi sem það er ekk­ert THC í vörn­un­um og að það sé skráð í snyrti­vör­ugátt­ina hjá Evr­ópu­sam­band­inu,“ seg­ir Sig­urður, en THC er vímu­gjaf­inn sem finnst í kanna­bis­plönt­um.

„Það verður að upp­fylla þess­ar kröf­ur og ef það er gert er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að selja þess­ar vör­ur. Við bíðum bara spennt eft­ir því að geta farið að selja fæðubóta­efni með CBD. Það kem­ur, ég held að það sé bara spurn­ing um tíma,“ seg­ir Sig­urður og seg­ist vona að þings­álykt­un­ar­til­laga þing­manna fimm þing­flokka muni bera ár­ang­ur.

Aðeins til tölu á „grá­um markaði“

Hér á landi er CBD skil­greint sem inni­halds­efni í lyfi og fell­ur því und­ir lyfja­lög. Því er óheim­ilt að flytja efnið inn sem fæðubót­ar­efni til einka­nota. Þyrfti reglu­gerðar- eða laga­breyt­ing­ar til þess að heim­ilt væri að selja CBD-vör­ur í al­mennri sölu og vilja þeir þing­menn sem standa að baki þings­álykt­un­ar­til­lög­unni að slík­ar reglu­gerðar- eða laga­breyt­ing­ar verði gerðar.

Sig­urður seg­ir að markaður­inn sé að kalla eft­ir því að inn­flutn­ing­ur og al­menn sala á fæðubóta­efn­um sem inni­halda CBD verði gerð lög­leg.

„Eins og staðan er núna er bara verið að selja svo­leiðis á ein­hverj­um grá­um markaði sem er nátt­úru­lega alls ekki nógu gott fyr­ir neinn,“ seg­ir Sig­urður.

Vímu­gjaf­inn THC hef­ur verið fjar­lægður úr CBD vör­un­um sem Ozon flyt­ur inn, en sem áður seg­ir er THC vímu­gjaf­inn sem finnst í kanna­bis­plönt­unni.

Sig­urður seg­ir að vör­urn­ar séu seld­ar á vefsíðunni hempl­i­ving.is, auk þess sem vör­urn­ar eru komn­ar í sölu í Apó­teki Vest­ur­lands og von er á þeim í fleiri búðir á næst­unni.