Hampkastið – Tom Woolley

Í þessu hlaðvarpi tölum við um það hvernig hægt er að vinna með móðir jörð til þess að gera okkur sjálfbærari með áherslu á hamp plöntuna og hvað hún getur gert fyrir okkur.

Nýjasti gestur Hampkastsins er breski arkitektin Tom Wooly sem má segja að sé faðir hampsteypunar í Evropu og eflaust á heimvísu. Tom býr í Írlandi og er sérfræðingur í sjálfbærum og náttúrulegum byggingaraðferðum.

Tom sem lærði arkitektur á sjötta áratugnum í Edinborgar háskóla sýndi strax merki þess að vera á skjön við það sem var kennt sem einkenndist mikið af stórum dýrum, steyptum byggingum. Tom hefur verið þekktur fyrir það alveg frá fyrstu tíð hans í arketektur að hugsa út fyrir boxið sem hafur í raun alltaf leitt að sjálfbærni í tengslum við bæði hráefni, form og byggingaraðferðir.

Tom hélt hampsteypunámskeið á Íslandi í október 2022 sem var mjög vel heppnað en það var á vegum Hampfélagins og Arkitektastofunar Lúdika

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux