Hampkastið – Meta Pahernik

Meta Pahernik flutti hingað til lands ásamt eiginmanni sínum, Jurij, fyrir fáeinum árum en í heimalandinu Slóveníu ræktuðu þau hamp á bóndabæ sínum. Hjónin flytja til landsins slóvensk matvæli auk þess sem Meta framleiðir heilsuvörur úr hampi undir heitinu Jara. Meta er viðmælandi í nýjum þætti HAMPKASTSINS, umræðuþætti Hampfélagsins, þar sem hún rekur sögu sína og hvernig hampurinn kom inn í líf hennar. Áhuginn á hamprækt kviknaði hjá Metu á öðru ári í námi sínu í landbúnaðarfræði við háskólann í Maribor, annarri stærstu borg Slóveníu. „Þetta var fyrsta ritgerðin sem ég skrifaði þetta skólaárið og eftir að ég hafði skoðað bók um jaðarræktun (e. alternative crop). Við lesturinn komst ég að því hvað þetta er margslungin planta sem gefur af sér textíl, eldsneyti, matvöru, byggingarefni og pappír og áfram mætti telja.“

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux