Alicia Fall frá Her Many Voices – Fann sína köllun er hún hitti konu og börnin hennar ellefu

Frétt frá Mannlíf.is

Hampfélagið stendur á bakvið HAMPKASTIÐ sem eru umræðuþættir í hljóði og mynd og fjalla að sjálfsögðu um HAMP.  Þáttastjórnendur eru stjórnarmenn Hampfélagsins Sigurður Hólmar og Þórunn Þórs. Gunnar Dan Wiium sér um úrvinnslu og fréttarskrif og Sigfús Óttarsson um tæknimál.  Gestir þáttarins verða bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar á sínu sviði um nýtingu hamps. 

Nýjasti gestur Hampkastsins er Alicia Fall sem er stofnandi Her Many Voices sem er samfélagsverkefni í Bandaríkjunum þar sem frumbyggjum er hjálpað til að hjálpa sér sjálfum.

Tekið skal fram að viðtalið fór fram á ensku.

Hennar mörgu raddir

Alicia er fædd í New York og en eftir þrítugt fór hún að flakka talsvert milli New York og Colorado. Alica vann í tónlistarbransanum og í enda þess ferills fór vinna hennar mikið að snúast um tónlistarviðburði tengdum góðgerðarmálum og út frá því stofnaði hún góðgerðarsamtökin Her Many Voices árið 2009. Nafnið Her Many Voices vísar í móðir jörð sem Her og börn jarðar sem Voices. Áheyrslan í byrjun var á konur og börn og út frá þeirri vinnu var stofnaður sjóður sem hefur verið hennar aðalhlutverk að halda utan um síðustu ár. 

Alicia á ættir sínar að rekja til frumbyggja N-Ameríku og er austur Bensaliki eða Cheerioki. Hún á tvær ættleiddar dætur sem einnig eiga rætur sínar að rekja til frumbyggja og eru þær virkir aðgerðasinnar í mannréttindarmálum í dag.

Haiti og hampurinn

Í kringum sjóðinn starfa um 13 manns auk hinna ýmsu verktaka og hafa höfuðáherslur verið í kringum menntun og ýmis hjálparstörf tengt fólki sem býr við fátækt. Eftir jarðskjálftann í Haiti 2010 kynntist Alicia konu þaðan sem varð til þess að sjóðurinn hefur gefið mikla orku í menntun og uppbyggingu á Haiti síðan. 

Um 300 hundruð þúsund manns létust í jarðskjálftanum árið 2010 og hefur stór hluti fólks í Haiti búið við matvæla- og húsnæðisóöryggi síðan, sem Alicia hefur ávarpað af miklum þunga í tengslum við þeirra hjálparstarf sem hefur að miklu leiti snúið að kvenmönnum í vanda eftir þessar hörmungar. 

Síðustu sex ár eða svo hefur hún unnið með hampiðnaðinum með það að leiðarljósi að skapa atvinnu, fæðu og húsnæðisöryggi á svæðum eins og Haiti því plantan býður að hennar mati upp á nánast óendanlega möguleika hvað þessa öryggisþætti varðar. Þessi þrotlausa vinna Aliciu er farin að skila árangri eftir miklar samræður og kynningar háttsettra manna í ríkistjórn Haiti því ennþá er ræktun hamps ólögleg þar en vonast Alicia til að það muni breytast vegna þeirrar vinnu sem farið fram gegnum Her Many Voices. 

Her Many Voices hefur flutt inn til Haiti sérfræðinga á sviði hamps, ræktunar og framleiðslu á afurðum hampsins til að kynna fyrir stjórnvöldum möguleikana sem felast í hampinum með góðum árangri. Stjórnvöld Haiti fylgja að miklu leiti löggjöf N-Ameríku og í kjölfar vakningarnar sem hefur átt sér stað í BNA segir Alicia að það líði ekki að löngu þar til hampurinn verður gerður löglegur í Haiti og þá muni það koma í ljós hve mikil lyftistöng fyrir bugað samfélag hampurinn mun verða.

Varðandi möguleika hampsins í byggingariðnaði, hafa rannsóknir leitt í ljós að hampsteypan komi nokkuð vel út í jarðskjálftamælingum auk þess að mygla og raki þrífst ekki í hampsteypunni sem er algengt vandamál á svæðum sem Haiti sökum raks loftlags og mikils hita. Þar að auki er eðli hampsteypunar þannig að hún einangrar hitan úti og geri rýmið innandyra svalara sem einnig er dýrmætt á heitum slóðum. 

„Einkavæðing heimilanna“

Hemp Long house community er verkefni sem Alicia er einnig að beina orku sinni að þessa dagana. Hún talaði um hefðir frumbyggja þar sem margar fjölskyldur byggju í mikilli nálægð við hvort annað, hugsuðu um hvort annað, studdu hvort annað eins og stór fjölskylda eða ættbálkur sem er drifið áfram af tengslum við hvort annað og sameiginlegri velferð. Hún vill meina að þetta er það sem okkur nútíma fólki vantar í tengslarofnum heimi þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfstæði einstaklingsins og sjálfsbjargarviðleitni sem getur farið of langt og fyrir vikið hætt að sinna sínum tilgangi því það skapi tengslarof við samfélagið með tilheyrandi þjáningu. 

Alicia segir að samfélagsvandi okkar í dag byggist á þessu, þessari „einkavæðingu“ og því séu svokölluð Long house concept ekki bara ákjósanleg heldur nauðsynleg til að sameina okkur, fara til baka í rætur samfélagsins. Verkefnið myndi þá snúast um að mennta og færa fólk saman í þekkingu hampsins allt frá fræi til afurðar og framleiðslu. Sigurður sagði henni frá því hvernig þar til fyrir ekki svo mörgum öldum eða áratugum síðan hafi íslendingar einnig búið saman á þennan hátt. Fólk bjó saman í náttúrlegum burstabæjum og safnaðist saman í baðstofum þar sem fólk borðaði saman, söng og kvað vísur, fólkið fékk hita af hvort öðru og treysti á þessi tengsl allt frá ungabörnum til gamalmenna.

Fann sína köllun

Sigurður spurði Aliciu hvað það hefði verið sem kveikti áhuga hennar á hampi og möguleikum plöntunar. Alicia segist hafa upplifað vissa opinberum þegar eitt sinn hafi hún hitt fyrir konu sem bjó í hjalli sem samanstóð af gömlum bárujárnsplötum og gömlum greinum. Þar bjó þessi kona með sín ellefu börn við sára fátækt. Alicia hugsaði með sér að enginn eigi að þurfa að búa við svo sáran kost og það væri svo margt hægt að gera til að sporna við og stíga úr þessari fátækt og þessu vonleysi. Hún hugsaði með sér hvað væri best eða ákjósanlegast fyrir þessi svæði að nota til uppbyggingar á sjálfbærum innvið. 

Á þeim tíma var kannabis nýlega orðið löglegt í Colorado þar sem hún bjó mest af tímanum. Einn af stjórnarmeðlimum Her Many Voices var i hampræktun og hann kynnti Alicu fyrir fólki sem byggði hús úr hampsteypu. Hún sótti námskeið í hampsteypu og segir að um leið og hún setti hendurnar í blauta hampsteypuna, var sem hún öðlaðist skyndilega vissu um að hampurinn væri klárlega það sem hún hefði verið að leita að, hún fann sína köllun.

Hampurinn er mjög fyrirgefandi

Alicia stoppaði á Íslandi á leið til Amsterdam þar sem hún mun halda fyrirlestra á ráðstefnu um sjálfbæran lífstíl. Fyrirlestrar hennar munu fjalla um hamp og mannúð og einnig mun hún fjalla um gríðarlegt skógarhögg á Haiti, sem þar fyrirfinnst, ásamt skógarhöggi í Suður Ameríku sem er gríðarlega alvarleg umhverfisógn. Til að kjarna boðskapin hennar niður þá snýst hann um samfélags og náttúrulegt jafnrétti. 

Alicia hélt nýverið Ted-fyrirlestur þar sem hún sagðist heyra oft þessa spurningu „hver er ég?“ og hún vill meina að við frekar ættum að vera spyrja okkur hver erum við, sýnum öðrum áhuga og væntumþykju, virkjum þessa samkennd sem heldur samfélaginu saman. Heldur hún því fram að lítil skref eins og hún sé að taka geti haft gríðarleg áhrif sem ekki má gera lítið úr. 

Varðandi hampinn og kolefnisbindingu segir Alica undarlegt að öll þessi áhersla um allan heim sé á ræktun trjáa í tengslum við kolefnisbindingu. Tré vaxa hægt og tíminn milli 10 og 150 ára þar sem tré af öllum gerðum og stærðum geta farið að binda kolefni að einhverju ráði. Hinsvegar með hampinn sem er búið að sverta og hefur verið ólöglegur í áratugi vex í sína fullu stærð á aðeins nokkrum mánuðum og er að binda allt að tuttugu sinnum meira af kolefnum en hefðbundin tré. Ekki nóg með hreinsun loftins sem hampurinn framkallar þá er hampplantan þannig að hún hreinsar jarðveginn sem við mannfólkið erum einnig búin að menga gríðarlega með allskonar kemískum efnum, hampurinn einfaldlega drekkur í sig nánast alla mengum og vinnur úr henni á náttúrulegan hátt af miklum krafti. Plantan er afar fyrirgefandi og hjálpar okkur mönnunum að rétta úr þeim skaða sem við höfum valdið móðir jörð. 

Þennan upplýsandi og kærleiksríka þátt má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan áamt að Hampkastið finnst á öllum helstu streymisveitum. 

WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux